21.8.2007 | 21:19
Fjármagnstekjuskattsmálið
Ég legg til að þetta fjármagnstekjuskattsmál verði leyst á eftirfarandi hátt:
Fyrst er ákveðin viðmiðunarupphæð, köllum það útsvarstekjumark , t.d. 3.000.000kr á ári. Af þeirri tölu er síðan reiknuð útsvarsmark hvers sveitarfélags fyrir sig út frá þeirra útsvarsprósentu.
Hefðbundið útsvar gengi að fullu upp í þetta útsvarsmark, til að greiða það sem á vantar skal nota 80% fjármagnstekjuskatts, og svo gengur 1% af fjármagnstekjuskatti að auki til sveitarfélagsins. Sjá dæmi hér fyrir neðan.
Vegið meðaltal útsvars er 12,97% og því myndi útsvarsmark verða 389.100kr.
Ímyndum okkur mann með launatekjur upp á 1.800.000kr en fjármagnstekjur upp á 10.000.000kr,
Hefðbundið útsvar yrði 74.698kr en fjármagnstekjuskattur 1.000.000kr.
Samkvæmt ofangreindum forsendum mínum á þessi maður eftir að borga 314.402kr í útsvar, það þýðir að fyrstu 393.003kr. fjármagnstekjuskatts fara að mestu til sveitarfélags, eða fyrrgreindar 314.402kr, og að afgangurinn, 606.997kr, skiptast þannig að sveitarfélagið fær 6.070kr og ríkið 600.927kr.
Þannig fær sveitarfélagið 395.170.660kr í útsvar frá þessum manni í stað 74.698kr áður, og ríkið fær 810.553kr í fjármagnstekjuskatt í stað 1.000.000kr áður, ásamt tekjuskattinum sem er 131.025kr.
Annað dæmi, kona með 400.000kr í mánaðartekjur og 600.000kr í fjármagnstekjur á ári.
Hefðbundið útsvar yrði 432.670kr en fjármagnstekjuskattur 60.000kr.
Þessi kona er nú búin að greiða meira en útsvarsmarkið og því fær sveitarfélagið aðeins 1% af fjármagnstekjuskattinum, 600kr.
Þannig fær sveitarfélagið 433.270kr í útsvar frá þessari konu sem er aðeins 600kr hærra en áður, og ríkið fær 59.400kr í fjármagnstekjuskatt í stað 60.000kr áður, ásamt tekjuskattinum sem er 758.925kr.
Skattar manneskju sem er bara með fjármagnstekjur en engar launatekjur myndi skiptast þannig að fyrst yrði sveitarfélaginu tryggðar tekjur en svo myndi ríkið taka við.
Þannig myndi manneskja með 5.000.000kr fjármagnstekjur borga 110.764kr til ríkis og 389.236kr til sveitarfélags en manneskja með 15.000.000kr fjármagnstekjur borga 1.100.764kr til ríkis og 399.236kr til sveitarfélags.
Allar ofangreindar tölur miðast við að 4% skyldulífeyri og 4% viðbótarlífeyrissparnað.
Eflaust má hræra eitthvað í þessum prósentutölum svo allir verði ánægðir.
Með þessu móti er sveitarfélögunum tryggðar tekjur af þeim sem hafa engar aðrar tekjur en fjármagnstekjur og einnig smávegis aukreitis frá þeim sem hafa mjög háar fjármagnstekjur. Þetta hefur ekki í för með sér neinar breytingar fyrir gjaldendur aðrar en þær að þeir sem hafa bara fjármagnstekjur þurfa ekki lengur að skammast sín fyrir að borga ekkert til síns sveitarfélags.
Athugasemdir
Athyglisverð hugmynd.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.8.2007 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.