Frítt í strætó fyrir alla og vandinn er leystur.

Á Akureyri og á Suðurnesjum er frítt í strætó með góðum árangri, af hverju ekki á höfuðborgarsvæðinu?

Kostnaður við innheimtu og eftirlit ásamt utanumhaldi um kortin er hár og efast ég um að fargjöldin dugi fyrir þeim kostnaði, og jafnvel þó svo sé þá má ætla að þjóðfélagslegur sparnaður af því að fleiri taki strætó sé það mikill að það sé út í hött að hafa ekki frítt í vagnana.


mbl.is Svindl með strætókort stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil frekar leggja niður strætó heldur en að búa við svona mikinn sósíalisma að hafa ókeypis í strætó.

Það hefur alltaf verið erfitt að reka strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu og mun það ekkert breytast á næstunni. Ástæðan er sú að flestir eiga efni á einkabíl og að við höfum fáa íbúa yfir stórt svæði (því ekki jafn hagkvæmt og að reka samgöngur í þéttum stórborgum). Viljum við í alvöru henda mörgum milljörðum í dæmi sem mun alltaf ganga illa?

2/3 af bílatengdum sköttum/álagningum fara í gróða hjá ríkinu á sama tíma og það er niðurgreitt strætó... Miklu betri hugmynd að lækka álagningar á bíla/bensín um helming og sætta okkur við það að einkabíllinn er ríkjandi og verður það áfram allavega næstu áratugina.

Geiri (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 14:47

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Við eigum að líta á það sem tilraunaverkefni til ársins 2020 að hafa frítt í strætó.  Síðan eigum við að leggja töluvert marga milljarða í uppbyggingu á framúrskarandi almenningssamgangakerfi.  Þetta er enginn sósíalismi.  Þetta er fjárfesting í minni umferð.  Fjárfesting í minni útgjöldum í mengunarvörnum, umferðarmannvirkjum, kostnaði vegna slysa svo fátt eitt sé nefnt.

Það kostar fólk um 700.000 kr. á ári að reka lítinn bíl.  Fólk, t.d. námsfólk, getur gert ýmislegt annað spennandi við þennan pening.  Ég er sannfærður um að verðir þetta gert myndarlega þá getur það orðið töluverð samkeppni við "bíl númer 2" á heimilum og bíla barnlausra námsmanna.

Ef við byggjum upp framúrskarandi almenningssamgangnakerfi, höfum frítt í strætó til 2020 þá náum við að byggja upp strætómenningu á Íslandi eins og í öðrum löndum.  Þetta er ekki sósíalismi, þetta er fjárfesting sem pottþétt skilar sér til baka.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 8.9.2007 kl. 15:10

3 identicon

"Það kostar fólk um 700.000 kr. á ári að reka lítinn bíl.  Fólk, t.d. námsfólk, getur gert ýmislegt annað spennandi við þennan pening."

Furðulegt... það kostar um 250.000 á ári að reka minn. Enda er ég á litlum ódýrum smábíl sem hentar vel fyrir bæði námsmenn og umhverfið. Reyndar finnst mér það vera of mikið, en því miður er sú rétthugsun að það eigi að refsa sem þeim sem eiga einkabíla á meðan öðrum er verðlaunað.

En segjum að meðaltalan sé töluvert hærri... ertu þá ekki sammála því að það sé of dýrt að reka bíl á Íslandi? Er ekki bara sjálfsagt að lækka álagningar? Öll þjóðin notar vegakerfið með einum eða öðrum hætti, það er mikilvægt fyrir lífsgæði okkar allra. Því varla sanngjarnt að þeir sem að eigi einkabíla séu að borga ofurálagningar þar sem aðeins 1/3 skilar sér í vegakerfið.

Geiri (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Jóhann

Ég er á níu ára gömlum bíl sem ég hef átt frá upphafi, í dag er sá bíll lítils virði í sölu þó hann sé mikils virði fyrir mig í notkun.

Ef við gefum okkur að þessi bíll sem kostaði 1.800 þúsund nýr endist 15 ár þá kostar hann mig um 120þúsund á ári. Á síðasta ári setti ég á hann bensín fyrir 97.800 og að jafnaði síðustu níu ár hef ég eytt um 30 þús á ári í dekk, smurningu og viðgerðir. Tryggingarnar eru 57.800. Samtals eru þetta um 305.000 krónur sem deilast niður á 12.000 kílómetra eða rétt rúmar 25 krónur á kílómetrann. Það kostar 280 krónur að taka strætó, stök ferð. Fyrir þann pening kemst ég 11 kílómetra á bílnum mínum, af hverju ætti ég að taka strætó?

Jóhann, 8.9.2007 kl. 18:26

5 identicon

Flottur reikningur hjá þér Jóhann. Svo verður maður að hafa í huga að þeir sem ferðast með strætó eru ekki að borga í vegakerfið ásamt því að fá niðurgreiðslu fyrir farinu.  Væri gaman að komast að muninum ef bílaeigendur þyrftu eingöngu að borga fyrir sinn hlut í vegakerfinu (en ekki allt of háar álagningar eins og nú) og farþegar í strætó þyrftu að borga fullt verð án niðurgreiðslu.

Við verðum bara að sætta okkur við það að það hentar best að vera á einkabíl hérna á Íslandi, þetta er stórt land og lítil þjóð. Við erum með heimsmet í bílaeign en samt erum við örugglega líka á toppnum þegar kemur að kostnaði við það að kaupa og reka bíl. Finnst að það eigi bara að einkavæða strætó, hætta að styrkja reksturinn og í staðinn auðvelda rekstur á bílum. Það eru bara örfáir sem hafa ekki aðgang að bíl og þeim mun fækka enn frekar ef ofurálagningarnar verða endurskoðaðar. Leigubílamarkaðurinn myndi líka örugglega blómstra ef það yrði hætt að styrkja strætó, lækka álagningar á bensín-bíla og hætt að takmarka leigubílaleyfin. Þá gætu þessir örfáu átt frekar efni á leigubílaferðum ef ekki er farið út í bílakaup. 

Geiri (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 19:39

6 Smámynd: Jóhann

Þú ert búinn að sannfæra mig, Geiri, leggjum niður Strætó. Þetta pakk sem er ekki nógu gamalt til að keyra getur bara átt sig. Við þurfum engar almenningssamgöngur, það er gaman að vera 50 mínútur úr Grafarvogi niður í miðbæ, gefur manni tíma til að hlusta á útvarpið.

Ellilífeyrisþegar hafa það allt of gott í dag, best að þeir eyði smá hluta af sínum ofurtekjum í leigubíla, nú eða keyri bara, á 30 á vinstri akrein með stefnuljósið á, það er svo róandi.

Jóhann, 8.9.2007 kl. 23:43

7 identicon

Ef að bílatengdar álagningar yrðu lækkaðar um helming og leigubílum fjölgað úr nokkrum hundruðum í nokkur þúsund þá myndu leigubílagjöldin lækka um allavega helming, ef ekki þrefalt. Í dag er reksturinn dýr (þökk sé stefnu stjórnvalda) og takmarkað leyfin, sem einnig takmarkar samkeppni. Það er ekki dýrt að taka leigubíl í þeim löndum þar sem álagningar eru lægri og leigubílarnir eru fleiri. Svo er líka hægt að fara millileið þar sem stórir leigubílar taka nokkra í einu, ég held að það sé nú þegar byrjað að bjóða upp á þetta um helgar í miðbænum. Einkaaðilar eru miklu snjallari í að finna leiðir sem henta fólki, þegar batteríi er haldið uppi með styrkjum þá er það gert vegna skyldu og það er minni hvati til þess að bæta þjónustuna eða hafa meiri fjölbreytni. 

Annars fyndið að þú talir eins og ég sé eitthvað snobb með engin tengsl við raunveruleikann, ég er nefnilega öryrki. Hinsvegar nýti ég peningana það vel að ég get rekið íbúð og bíl, ég bara sleppi því að kaupa flatsjónvarp og fara til útlanda á hverju ári, sem sumir Íslendingar eru byrjaðir að telja til mannréttinda. Ég bara veit að það er óhagstætt að reka almannasamgöngur og mun alltaf verða það allavega næstu áratugina vegna þess að við erum fá sem dreifumst yfir stór svæði. Þetta gengur í stórborgum, en Reykjavík er ekki stórborg. 

Geiri (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 19:40

8 Smámynd: Jóhann

Þarftu þá ekki að fara til vinnu á annatíma?

Jóhann, 9.9.2007 kl. 20:40

9 identicon

Ég keyri oft á annatíma (bæði á morgnana og kvöldin) og veit alveg hversu slæm traffíkin getur orðið. Hinsvegar eru það varla rök fyrir því að gera erfiðara fyrir fólk að reka bíl, frekar rök fyrir því að bæta vegakerfið. Því miður er ríkið gráðugt og hefur ekki sett nógu mikinn pening í það. 

Yrði sniðugt að lækka álagningarnar og á sama tíma setja það í lög að peningarnir fari 100% í vegakerfið. Einnig sniðugt að hafa það 50/50 bílaálagningar og hefðbundin skatt. Öll þjóðin notar vegakerfið með einum eða öðrum hætti og því sanngjarnt að hún öll haldi því uppi en ekki bara bílaeigendur.

Geiri (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband