Tillaga að breytingu á innheimtu vega-, olíu- og mengunargjalda

Lausnin er einföld, fella allt nema mengunargjöld af eldsneytinu og taka upp þungaskatt á öll skráningarskyld ökutæki þyngri en 750 kg.

Þungaskatturinn yrði þannig útfærður að þú getur borgað fast gjald á kílómetrann óháð því hvar þú ekur eða verið með GPS tæki sem skráir niður kílómetrafjölda á fyrirfram skilgreindum svæðum og þú greiðir eftir notkun umferðarmannvirkja.

Um leið væri hægt að hætta við öll áform um gjaldskýli hingað og þangað og loka þeim sem fyrir eru þar sem kerfið sér algjörlega um þetta.

Þeir sem eru með "Big Brother" hroll borga þá bara eftir kílómetramæli og eru ekki með tækið í sínu farartæki. Einnig myndi það borga sig fyrir þá sem aka mjög mikið í göngum.

Áætlun yrði gerð og borgað mánaðarlega, svona eins og rafmagnið, og gert upp árlega þegar komið er með bílinn í Aðalskoðun.

Svona yrði kerfið sanngjarnt gagnvart öllum vegfarendum óháð því með hverju ökutækið er drifið áfram, aðeins þyngd tækisins er áhrifaþáttur.

Bifreiðagjöld sem sérgjald myndi einnig falla niður.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband