Tökum upp Dollar frá og með 1. janúar 2009!

 

Ef fyrirsjáanlegt Dengisfall dollarans er það sem menn eru hræddastir við þá vil ég benda á það að við værum búin að taka Dollarann upp þegar hann félli myndi útflutningsverðmæti til Evrópu aukast en standa í stað til Ameríku. Þá myndum við draga úr innkaupum frá Evrópu og kaupa meira frá Ameríku. Ef Dollarinn aftur á móti styrkist gagnvart Evru þá verður ódýrara að kaupa frá Evrópu.

Til að brengla ekki verðskyn Íslendinga of mikið mætti taka US$ upp á genginu 100, þ.e.a.s. ríkið kaupir allar krónur fyrir eitt sent á krónuna. Værum þá að gera eins og árið 1981 þegar tvö núll voru tekin aftan af. Við erum semsagt vön.


mbl.is Einhliða upptaka evru tæki 4 vikur og kostaði 80 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bandaríski dollarinn (USD) er stórlega ofmetinn gagnvart, þannig að það væri að fara úr öskunni í eldinn.  Kanadadollar, norska krónan, sænska krónan, svissneski frankinn eða breska pundið væru allt betri kostir í augnablikinu, ef menn vilja ekki evruna.  USD á eftir að fara í gegnum mikla leiðréttingu á næstu mánuðum vegna aðstæðnanna í hagkerfi Bandaríkjanna.  Núna er góður tími til að færa lán yfir í USD (ef það er hægt).

Marinó G. Njálsson, 5.12.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Jóhann

Já Marínó, ekki lesa það sem þú ert að svara.

Jóhann, 5.12.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sem áhugamaður um Dollaravæðingu ættir þú Jóhann að kynna þér þetta:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.12.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband