3.5.2008 | 13:04
Schweizer 300C
Vélin á myndinni sem fylgir fréttinni er af tegundinni Schweizer 300C, en er stundum kennd við Hughes, og þá ýmist kölluð Hughes 300C eða Hughes 269C. Enda kallast hún það síðastnefnda í log-bókum. Hún er þriggja manna, en í þeim tilvikum er bara stjórntæki fyrir einn, í kennslu eru stjórntæki fyrir tvo og þá er hún tveggja manna.
Þessar þyrlur eru með öruggustu piston-þyrlum sem fáanlegar eru ef til nauðlendingar kemur. Skíði, skrokkur og sæti eru hönnuð sem krumpsvæði til að vernda þá sem í henni eru.
Mjög gott er að fljúga þessum vélum, lítill titringur og vélin mjög næm og bregst hratt við.
Engan sakaði í nauðlendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.