Svik í tafli?

Ég er á þeirri skoðun að það lag sem vinnur forkeppnina hér heima hverju sinni eigi að vera sent út í aðalkeppnina.

Ha? segið þið þá kannski en leyfið mér að útskýra.

Ár eftir ár hefur þjóðin valið lag flutt á íslensku í forkeppninni sem síðan er flutt á ensku úti. Ég hef ekkert á móti því að framlag Íslendinga sé flutt á ensku í aðalkeppninni en ég er algjörlega á móti því að laginu sem við veljum sé breytt um leið og síðasta atkvæðið er komið í hús. Ef það á að vera á ensku í aðalkeppninni skal það líka vera á ensku í forkeppninni, þannig getum við þó gengið að því vísu að það lag sem við sendum út sé lagið sem við kusum.

 


mbl.is Eiríkur verður fimmti á svið í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband