Börn, kostnaður og hvað ríkið gæti gert.

Allir sem eiga börn kannast við kostnaðinn sem því fylgir, bleiur, barnamatur, barnaföt og svo framvegis. Fyrsta þessa mánaðar var lækkaður VSK af barnamat eins og á öðrum mat en kostnaðurinn er samt sem áður mikill.

Er ekki kominn tími til að setja bleiur og barnaföt þó ekki sé meira nefnt í 7% skattþrepið eða jafnvel taka VSK alveg af þessum vörum? Nú gæti einhver sagt að pappírsbleiur séu nú lúxus og að maður gæti látið börnin sín vera með taubleiur en þá er spurningin: Eru taubleiur og þvottaefni ekki í hærra skattþrepinu?

Börn vaxa hratt upp úr fötunum sínum og föt þeirra eldri slitna hratt, og ekki er hægt að segja að barnaföt séu ódýr hér á landi. Hvernig væri að létta undir með barnafólki og lækka eða jafnvel sleppa virðisaukaskattinum á þessum vörum?


mbl.is Fæðingarorlof feðra lengist og frjósemi eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband